„Fín veiði“

 Í Fréttir, Málmey SK 1

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 160 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Hermann Einarsson skipstjóra og spurði út í túrinn.

„Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum, fyrst í kantinum vestan við Halann, svo í Þverál og enduðum á Halanum. Það var léleg veiði fyrsta einn og hálfan sólarhringinn en fín veiði eftir það. Það var bræla fyrsta daginn en síðan ágætis veður,“ sagði Hermann.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter