Hlutverk

FISK-Seafood ehf gerir út fiskiskip, annast verkun, vinnslu og sölu sjávarafurða á löglegan og arðbæran hátt.

 

Stefna

Framleiðsla og þjónusta fyrirtæksins sé örugg fyrir neytendur og samkvæmt umsömdum gæðum og uppfylli því ávallt væntingar innri og ytri viðskiptavina.  Til að tryggja það er lögð áhersla á bestu mögulegu gæði hráefnis og afurða allt til neytenda.  Til að tryggja gæðin er starfrækt gæðakerfi sem skal vera eðlilegur og órjúfanlegur hluti af vinnuumhverfinu og veita stuðning við dagleg störf, beita skal HACCP-greiningu á alla framleiðsluferla.  Gæðakerfið er yfirfarið reglulega og unnið að stöðugum umbótum.  Umgangast skal auðlindir og umhverfi af ábyrgð og samkvæmt þeim lögum og reglugerðum sem í gildi eru.  Rekjanleiki afurða skal tryggður frá neytenda til veiðisvæða og öfugt.

FISK er markaðsdrifið fyrirtæki og stefnir að því að óskir og þarfir markaðarins verði ávallt hafðar að leiðarljósi við stjórnun og ákvarðanatöku.  Starfsumhverfi og aðstæður á vinnustað séu til fyrirmyndar og stuðli að heilbrigði starfsfólks.  Allir starfsmenn hljóti þá þjálfun sem nauðsynleg er til að tryggja gæði vöru og þjónustu.

FISK stefnir að því að starfsemin uppfylli ávallt skyldur sínar við opinbera aðila og að starfsemi þess sé í samræmi við reglugerðir og lög um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða lög nr. 55 frá 10. Júní 1998 ásamt viðaukum.  Jafnframt sé haft að leiðarljósi reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 852/2004 um hollustuhætti sem varða matvæli nr. 103/2010 með síðari breytingum.

Framkvæmdastjóri FISK ber endanlega ábyrgð á gæðum vörunnar og er ábyrgur fyrir því að starfsmönnum sé kynnt gæðastefna fyrirtækisins og uppfræða starfsfólk um þeirra ábyrgð, mikilvægi eftirlits á öllum stigum framleiðslunnar og þau lög og reglugerðir sem fyrirtækið starfar eftir.

 

Markmið

Gæðamarkmið eru sett sem stjórntæki til að hægt sé að skipuleggja, stjórna og mæla árangur á þeim þáttum sem hafa áhrif á gæði, rekstur og þjónustu.

Árleg gæða-, reksturs- og  þjónustumarkmið fyrirtækisins í heild eru:

  • Færri en 10 kvartanir vegna galla í vöru frá hverri deild
  • Færri en 10 kvartanir vegna rangrar afhendingar frá hverri deild
  • Verðlækkanir fullunninna afurða vegna kvartana verði að hámarki 0,1% af árlegri veltu, hjá einstakri deild á hverju rekstrarári.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter