Ingólfur Arnarson sestur í helgan stein.

 Í Fréttir

 

Ingólfur Arnarson bátsmaður á Arnari HU1 hefur lagt pollabuxurnar á hilluna eftir áratuga starf á sjónum.

Ingólfur byrjaði á sjó á Drangey SK1 árið 1986, þaðan fór hann yfir á Hegranesið og þá Skagfirðing.
Lengst af gengdi Ingólfur starfi bátsmanns á Málmey SK1, en eftir að henni var breytt í ísfisk árið 2014 hóf hann störf á Arnari HU1.

Að sögn Ingólfs er hann ánægður að hafa sloppið slysalaust frá ferlinum
og segir hann mannskapinn sem hann hefur unnið með í gegnum tíðina hafa sett svip sinn á öll þessi ár

Á döfinni hjá Ingólfi er að njóta lífsins.

Ingólfi eru færðar þakkir fyrir vel unnin störf og óska samstarfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins honum alls hins besta.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey