Kropp allan túrinn

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð er 145 tonn, uppistaða aflans er þorskur.

Heimasíðan hafði samband við Ágúst Ómarsson skipstjóra og spurði um túrinn.

„Veiðiferðin tók sex daga og við vorum á Vestfjarðamiðum og fyrir norðan land. Það var kropp allan túrinn en aldrei mikill kraftur í veiðinni. Við fengum á okkur skítabrælu, norðaustan 25 m/s og haugasjó í byrjun túrs, annars var veðrið ágætt. Það var ís á Halamiðum sem truflaði okkur aðeins,“ sagði Ágúst.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter