Leiðindaveður allan túrinn

 Í Fréttir, Málmey SK 1

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 77 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra og spurði út í túrinn.

„Við vorum fjóra og hálfan sólarhring á veiðum og vorum á Rifsbanka, Sléttugrunni, Growes og Sporðagrunni. Það var frekar róleg veiði, mjög lítið um þorsk á norður- og norðausturmiðum, og leiðindaveður allan túrinn,“ sagði Þórarinn.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey