„Lítil ending í veiðinni“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 125 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Ágúst Ómarsson skipstjóra og spurði um túrinn.

„Við vorum fimm daga á veiðum og vorum á Rifsbanka, Sléttugrunni og Sporðagrunni. Þessar veiðislóðir bera þess merki um að hafa verið mikið notaðar undanfarnar vikur. Ef fiskur fannst var lítil ending í veiðinni. Við fengum gott veður nema síðasta sólarhringinn, þá hvessti úr suðvestri en sjólítið,“ sagði Ágúst.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter