Málmey SK1 landar á Sauðárkróki

 Í Fréttir, Málmey SK 1

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki með 172 tonn, af því voru um 156 tonn af þorski og 4 tonn af ýsu. Minna í öðrum tegundum. Málmey var meðal annars á veiðum við Strandagrunn og Þverálshorn. Veiðin var jöfn og róleg allan túrinn og veður gott.

Áætlað er að Málmey haldi aftur til veiða að löndun lokinni.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter