„Menn eru hoppandi kátir með fiskeríið“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 landar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð er um 154 tonn, uppistaða aflans er að mestu þorskur.  Rætt var við Andra Má Welding stýrimann „Við vorum þrjá sólarhringa á veiðum í þessari veiðiferð, en fyrir helgina millillönduðum við rúmum 100 tonnum eftir tvo sólarhringa á veiðum.  Við vorum á veiðum á Flugbrautinni og Eldeyjarbanka.  Veiðarnar hafa gengið vel og menn eru hoppandi kátir með fiskeríið þessar vikurnar.  Veðrið hefur einnig verið mjög gott“ segir Andri.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter