„Róleg veiði og leiðindaveður“

 Í Farsæll SH 30, Fréttir

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 51 tonn og uppistaða aflans voru um 21 tonn af steinbít og 9 tonn af karfa. Farsæll var meðal annars á veiðum á Agötu og Bjargbleyðu.  Heimasíðan hafði samband við Jóhann Garðarsson skipstjóra og spurði út í túrinn.

„Í þessari veiðiferð vorum við fimm sólarhringa á veiðum. Við fórum út á Agötu fyrst en þurftum svo að færa okkur uppá Fláka vegna vonsku veðurs sem gekk yfir og fórum svo aftur út þegar veðrið var farið að ganga niður. Það var frekar róleg veiði og leiðindaveður þennan túrinn,“ segir Jóhann.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey