„Það má segja að þetta hafi nuddast upp með þolinmæðinni“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 landar á Sauðárkróki í dag. Heildarmagn afla um borð er 133 tonn, uppistaða aflans er þorskur.

Haft var samband við skipstjóra sem hafði þetta að segja um veiðiferðina.

„Það má segja að þetta hafi nuddast upp með þolinmæðinni. Veiðiferðin var sex dagar og vorum við allan þann tíma á veiðum norðan Kolbeinsey í blíðuveðri og vænum þorski. Áætluð brottför aftur á miðin er kl 21.00 í kvöld“

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey