„Þetta hafðist“

 Í Farsæll SH 30, Fréttir

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 56 tonn og uppistaða aflans voru þorskur, ýsa og skarkoli. Heimasíðan hafði samband við Stefán V. Ólason stýrimann og spurði út í túrinn.

„Þessi veiðiferð var tæpir sex sólarhringar og af þeim vorum við um fimm sólarhringa á veiðum. Við vorum allan tímann á Grunnlóðinni útaf Vestfjörðum. Það hefði mátt vera meiri kraftur í veiðunum en þetta hafðist þrátt fyrir að leiðindaveður hafi verið mest allan túrinn,“ sagði Stefán.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter