Veðrið gott miðað við desember

 Í Arnar HU 1, Fréttir

Frystitogarinn Arnar HU1 er á leið til hafnar á Sauðárkróki. Aflinn um borð samsvarar um 646 tonnum upp úr sjó, þar af um 194 tonnum af ufsa og 175 tonnum af þorski. Aflaverðmæti er um 295 milljónir.

Heimasíðan hafði samband við Guðjón Guðjónsson skipstjóra og spurði hann um túrinn.

„Við vorum 24 daga á veiðum og við vorum frá Víkurál að Skagagrunni. Veiðarnar hafa gengið nokkuð vel og við löndum um 18.400 kössum. Veðrið hefur verið gott miðað við að það er desember,“ sagði Guðjón.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey