„Veðrið var gott“

 Í Farsæll SH 30, Fréttir

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 77 tonn og uppistaða aflans var skarkoli og steinbítur. Heimasíðan hafði samband við Guðmund Kristján Snorrason skipstjóra og spurði út í túrinn.

„Við vorum fimm sólarhringa á veiðum. Við vorum norð- og suðvestur af Bjargi mest allan tímann. Veðrið var gott fyrir utan einn sólarhring, þá var norðaustan 18 m/s. Veiðin var ágæt en rólegt á milli. Við vorum með kola, steinbít og þorsk,“ sagði Guðmundur.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter