„Veiðarnar gengu þokkalega“

 Í Farsæll SH 30, Fréttir

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 77 tonn og uppistaða aflans var steinbítur. Heimasíðan hafði samband við Stefán V. Ólafsson stýrimaður og spurði út í túrinn.

„Við vorum í rúma fimm sólarhringa í þessum túr. Við byrjuðum uppá Fláka en fórum svo að fikra okkur norður á Vestfjarðarmið. Veiðarnar gengu þokkalega og það var bara þokkalegasta veður þennan túrinn. Aflinn er samansettur af steinbít, þorski og kola,“ sagði Stefán

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter