„Veiðarnar hafa gengið ágætlega“

 Í Arnar HU 1, Fréttir

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Aflinn um borð samsvarar um 484 tonnum upp úr sjó, þar af um 274 tonnum af djúpkarfa og 94 tonnum af gullkarfa. Aflaverðmæti er um 112 milljónir.

Heimasíðan hafði samband við Guðmund Henry Stefánsson skipstjóra og spurði hann um túrinn.

„Við fórum frá Reykjavík að kvöldi 22. mars eftir millilöndun. Við  höfum verið á veiðum á suðvestur miðum. Veiðarnar hafa gengið ágætlega en eins og hjá flestum þarf að forðast ýsu og gullkarfa, þar sem kvótinn á þeim tegundum virðist ekki vera í neinu samræmi við það sem er að gerast á miðunum. Það verður landað rúmum 17.000 kössum. Við fórum einu sinni í var við Reykjanes vegna veðurs en annars hefur veðrið verið þokkalegt,“ sagði Guðmundur.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

MálmeyDrangey