„Veiðarnar hafa gengið mjög vel“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð er 213 tonn, uppistaða aflans er þorskur og ufsi.

Heimasíðan hafði samband við Ágúst Ómarsson skipstjóra og spurði um túrinn.

„Við vorum fimm daga á veiðum og vorum fyrir vestan, á Þverálshorni, Halasvæðinu og komum við á Tungunni. Veiðarnar hafa gengið mjög vel og aflinn blandaður. Við fengum yfir okkur norðaustan brælukalda og síðan suðvestan leiðindi, gátum samt verið á veiðum allan tímann,“ sagði Ágúst.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey