„Veiðin var jöfn“

 Í Farsæll SH 30, Fréttir

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 76 tonn og uppistaða aflans var skarkoli. Heimasíðan hafði samband við Guðmund Kristján Snorrason skipstjóra og spurði út í túrinn.

„Við vorum fimm sólarhringa á veiðum og veiðin var jöfn allan túrinn. Við vorum vestan og suðvestan af Bjargi. Veður var meinleysis allan túrinn. Við vorum með 75 tonn af kola, steinbít og þorsk,“ sagði Guðmundur.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter