„Við höfum þurft að vera töluvert á ferðinni“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Dranegy SK2 landar á Sauðárkróki í dag, heildarmagn afla um borð er 179 tonn.

Það var gott hljóðið í skipstjóranum eftir túrinn sem sagði að veiðin hefði verið góð,

þorskurinn er vænn mest 3-4 kg. Við höfum þó þurft að vera töluvert á ferðinni, þar sem fiskurinn er styggur og hefur gefið sig í stuttan tíma í sett. Veiðiferðin byrjað í Skagafjarðardýpi, þaðan í Sporðagrunn, svo Strandagrunn, Ostahrygg og Drauðadal, en við enduðum túrinn á Vestaragrunni og í Skagafjarðardýpi. Sjórinn var rennisléttur allan túrinn.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter