„Vorum í Nesdýpi allan túrinn“

 Í Farsæll SH 30, Fréttir

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 50 tonn og uppistaða aflans var skarkoli. Heimasíðan hafði samband við  Guðmund Kristján Snorrason og spurði út í túrinn.

„Við fórum út 2. janúar og vorum fjóra sólarhringa á veiðum. Við vorum í Nesdýpi allan túrinn í kolaveiði. Veður var fínt nema í einn sólarhring en þá var suðvestan kaldi,“ sagði Guðmundur.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter