Endaði í suðvestan stormi

 Í Farsæll SH 30, Fréttir

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 55 tonn og uppistaða aflans var skarkoli. Heimasíðan hafði samband við Stefán Viðar Ólason stýrimaður og spurði út í túrinn.

„Í þessari veiðiferð vorum við þrjá daga og af þeim vorum við tvo sólarhringa á veiðum. Við byrjuðum vestur af Sandgerði og færðum okkur svo í Breiðafjörð. Það var fín veiði í þessari veiðiferð. Veðrið var mjög gott í byrjun og endaði svo í suðvestan stormi,“ sagði Stefán Viðar.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Drangey