“Veiðarnar gengu vel”

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 66 tonn. Rætt var við Stefán stýrimann „Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum í þessari veiðiferð á Selvogsbanka. Veiðarnar gengu vel, uppistaðan aflans var ufsi. Veðrið hefur heilt yfir verið í lagi, við fengum 2 daga í leiðinda kalda og síðan voru […]
“Góð veiði í Jökuldýpi”

Málmey SK1 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 173 tonn, uppistaða aflans var að mestu þorskur og ufsi, en smávegis var af ýsu og karfa. Heimasíðan ræddi við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra „Við vorum á veiðum í fimm daga, byrjuðum á tánni í ágætis ufsa veiði en þar var leiðinda veðri. […]
“Veiðin hefur verið mjög góð”

Drangey SK2 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 204 tonn. Uppistaða aflans var að mestu þorskur, en smávegis var af ýsu, karfa og ufsa. Heimasíðan ræddi við Ágúst Ómarsson skipstjóra „Við vorum á veiðum í fjóra daga í Jökuldýpi og við Eldeyjarbankakant. Veiðin hefur verið mjög góð, vertíðar bragur á […]