„Veiðarnar gengu vel“

 Í Farsæll SH 30, Fréttir

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 66 tonn. Rætt var við Stefán stýrimann „Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum í þessari veiðiferð á Selvogsbanka. Veiðarnar gengu vel, uppistaðan aflans var ufsi. Veðrið hefur heilt yfir verið í lagi, við fengum 2 daga í leiðinda kalda og síðan voru síðustu 2 dagarnir mjög fínir“ segir Stefán.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter