„Góð veiði í Jökuldýpi“

 Í Fréttir, Málmey SK 1

Málmey SK1 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 173 tonn, uppistaða aflans var að mestu þorskur og ufsi, en smávegis var af ýsu og karfa.  Heimasíðan ræddi við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra „Við vorum á veiðum í fimm daga, byrjuðum á tánni í ágætis ufsa veiði en þar var leiðinda veðri. Fórum svo í Jökuldýpi þar var góð þorsk veiði og mjög gott veður“ segir Þórarinn.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter