„Veiðin hefur verið mjög góð“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 204 tonn. Uppistaða aflans var að mestu þorskur, en smávegis var af ýsu, karfa og ufsa. Heimasíðan ræddi við Ágúst Ómarsson skipstjóra „Við vorum á veiðum í fjóra daga í Jökuldýpi og við Eldeyjarbankakant. Veiðin hefur verið mjög góð, vertíðar bragur á þessu. Veðrið hefur verið alveg þokkalegt þennan túrinn“ segir Ágúst.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter