„Aflinn er mjög blandaður en mest er af gullkarfa“

 Í Arnar HU 1, Fréttir

Frystitogarinn Arnar HU1 landaði í Reykjavík í gær. Aflinn í Arnari samsvarar til 527 tonnum af fiski upp úr sjó og verðmæti hans er 168 milljónir. Heimasíðan ræddi við Guðmund Henrý skipstjóra „Við erum að millilanda í Reykjavík eftir 19 daga veiðiferð. Fyrrihluta veiðiferðarinnar vorum við á Vestfjarðarmiðum en forðuðum okkur undan veðri og höfðum verið á Suðvestur miðum. Aflinn er mjög blandaður en mest er af gullkarfa. Það hefur verið þokkalegt veður en við höfum lent í þessum lægðum sem hafa gengið yfir landið“ segir Guðmundur Henrý.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter