„Það er óhætt að segja að þetta hafi verið brælutúr“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 138 tonn.
Rætt var stuttlega við Ágúst Ómarsson skipstjóra „við vorum við veiðar á norðaustur miðum, mest á Rifsbanka. Veiðiferðin varaði í rúma viku en töluverðar frátafir voru vegna veðurs. Það var kropp þegar gaf, af ágætis fiski. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið brælutúr, við héldum sjó í 14 tíma og það sló í austan 35 metra þegar verst var. Ölduhæðin var 7-8 metrar“ segir Ágúst.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter