Anna Kristjánsdóttir leggur stígvélin á hilluna

 Í Fréttir, Landvinnsla

Anna Kristjánsdóttir starfsmaður landvinnslu FISK Seafood hefur lagt stígvélin á hilluna.

Anna hefur starfað hjá landvinnslunni á Sauðárkróki frá árinu 2002 við ýmis störf og hefur átt farsælan starfsferil hjá fyrirtækinu. Þar á undan vann hún til að mynda við hrognavinnslu á Akranesi, þar sem hún bjó í tvö ár. Hún vann við gerð farsímahulstra hjá fyrirtækinu Click-on Iceland, sem var með rekstur hér á Sauðárkróki og síðast en ekki síst starfaði Anna sem dagmóðir hér á Sauðárkróki í ein 15 ár og eru margir héðan af Króknum sem voru í pössun hjá Önnu þann tíma og þar á meðal sumir vinnufélagar hennar hér hjá FISK Seafood.

Haldið var kaffisamsæti að þessu tilefni í kaffistofu landvinnslu og þar voru Önnu færðar þakkir fyrir vel unnin störf og óska samstarfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins henni alls hins besta.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter