Arnar HU1 landar á Sauðárkróki

 Í Arnar HU 1, Fréttir

Arnar HU-1 kom til hafnar á Sauðárkróki til löndunar eftir millilöndun í Reykjavík. Heildarmagn afla upp úr sjó er 374 tonn. Þar af eru 154 tonn af djúpkarfa, tæp 115 tonn af gulllaxi og minna er af öðrum tegundum. Áætlað aflaverðmæti er um 140 mkr. í seinni hluta túrsins og kassafjöldi um 13.000.

Haft var samband við Guðmund Henry skipstjóra um túrinn.

„Við byrjuðum í fínni ýsuveiði sunnan við Hornbanka og fyrir vestan, fórum svo suður á suðvesturmið í ufsa, djúpkarfa og gulllax. Það eru reyndar allir á eftir ufsa og forðast gullkarfa sem gerir ufsaleit erfiðari.  Það var blíðuveður allan túrinn. Lönduðum í Reykjavík í miðjum túr og veiðiferðinni lauk svo á Sauðárkróki.

Aflaverðmæti er tæpar 270 milljonir og landað var um 29.000 kössum,“ sagði Guðmundur.

 

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter