“Aflinn er nær eingöngu þorskur”

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var 208 tonn. Heimasíðan hafði samband við Andra Má Welding stýrimann. „Veiðiferðin að þessu sinni voru tveir sólarhringar, við byrjuðum á Strandagrunni og enduðum á Reykjafjarðaál. Veiðarnar gengu mjög vel og það var mokveiði allan tímann, aflinn er nær eingöngu þorskur. Veðrið hefur verið […]
“Það var mokveiði á öllum stöðum”

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 166 tonn. Heimasíðan hafði samband við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra „Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum, byrjuðum í Þverál, færðum okkur svo yfir í Nesdýpi og enduðum veiðiferðina í Reykjafjarðarál. Það var mokveiði á öllum stöðum, uppistaða aflans var þorskur. Veðrið var heilt […]
Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði.

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 71 tonn, uppistaða aflans var þorskur, skarkoli og ýsa. Sigurborg var meðal annars á veiðum í Nesdýpi.
Farsæll SH30 landar í Grundarfirði.

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 64 tonn, uppistaða aflans var skarkoli, þorskur og ýsa. Farsæll var meðal annars á veiðum í Nesdýpi.
Drangey SK2 með fullfermi.

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 220 tonn. Uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan sló á þráðinn til Bárðar Eyþórssonar skipstjóra. „Við vorum að veiðum í fjóra sólarhringa, byrjuðum á Halanum fyrstu tvo dagana í rólegri veiði. Færðum okkur yfir á Þverálinn þar var mjög góð veiði. Veðrið í […]
“Ágætis þorskveiði”

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 168 tonn, uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra. „Við vorum vestur á Kanti og á Halanum í ágætis þorskveiði, en í fremur rólegri ufsa veiði. Veiðiferðin að þessu sinni var fimm sólarhringar og veðrið var gott allan […]
“Veiðarnar gengu glimrandi vel”

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki til millilöndunar. Heildarmagn afla um borð var um 121 tonn. Heimasíðan hafði samband við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra. „Við vorum á veiðum í rúmlega tvo sólarhringa, byrjuðum á Straumnesbanka og færðum okkur svo yfir á Kantinn vestan við Halann. Veiðarnar gengu glimrandi vel, uppistaða aflans var þorskur og ýsu, […]
“Túrinn gekk vel”

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 63 tonn, uppistaða aflans var skarkoli, ufsi og þorskur. Heimasíðan hafði samband við Stefán Viðar stýrimann. „Túrinn gekk vel, við vorum á fjórða sólarhring á veiðum á Vestfjarðarmiðum, bæði á Grunnslóðinni og einnig út í Kanti, veiðarnar gengu þokkalega. Megnið af túrnum […]
“Týpískt íslenskt sumarveður”

Sigurborg SH12 landaði í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 80 tonn, uppistaða aflans var ufsi og þorskur. Heimasíðan hafði samband við Guðbjörn stýrimann. „Veiðiferðin tók rúmlega fjóra sólarhringa en við vorum á veiðum í rúma þrjá, í Breiðafirði, Nesdýpi og á Halanum. Það gekk sæmilega að veiða ufsa en þorskurinn var að þvælast […]
“Mokveiði á Halanum”

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 214 tonn, uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan sló á þráðinn til Ágústs Ómarssonar skipstjóra. „Fiskeríið var gott á Kantinum vestan við Halann og við enduðum tæplega fimm sólarhringa veiðiferð í mokveiði á Halanum. Það var mikið líf í sjónum, æti, hvalur og […]