Ný framleiðslulína frá Marel

Nú er að ljúka uppsetningu á nýrri framleiðslulínu í landvinnslu FISK á Sauðárkróki. Á heimasíðu Marel er ágætis umfjöllun um línuna og viðtal við Ásmund Baldvinsson yfirmann landvinnslu https://marel.com/is/frettir/fisk-seafood-fjarfestir-i-nyrri-framleidslulinu-fra-marel/
Nú segi ég ,, takk fyrir mig“

30 júní sl. kom Halldór Hjálmarsson úr sinni síðustu veiðiferð með Málmey SK1 og af því tilefni afhenti Gylfi Guðjónsson útgerðarstjóri honum blóm og gjafakort frá FISK og samstarfsfólki, með kæru þakklæti fyrir samstarfið og vinnu í þágu fyrirtækisins í áratugi. Dóri hóf störf hjá FISK 1987 og hefur því verið hjá fyrirtækinu í 33 […]
Arnar HU1 heim úr Barentshafi

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki 20. júlí eftir veiðiferð í Barentshaf. Heildarmagn afla um borð var um 1.250 tonn upp úr sjó, þar af 1.140 tonn af þorski. Aflaverðmæti er ca. 450 milljónir. Guðmundur Henry skipstjóri segir að veiðar hafi gengið vel í góðu veðri. Alls voru 5 íslensk skip að veiðum […]
Baldvin Hjaltason hefur lagt stígvélin á hilluna.

Baldvin Hjaltason starfsmaður landvinnslu FISK Seafood hefur lagt stígvélin á hilluna. Baldvin hefur starfað hjá landvinnslunni á Sauðárkróki frá árinu 2007 og þar á undan vann hann við almenna fiskvinnslu hjá Skagstrendingi á Skagaströnd þar sem hann er búsettur. Baldvin man tímana tvenna við verkamannastörf og hefur í gegnum tíðina unnið margs konar störf, hans […]
“Mjög góð veiði var í þorski”

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 166 tonn, uppistaða aflans er þorskur. Heimasíðan hafði samband við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra. „Veiðiferðin að þessu sinni voru fjórir sólarhringar, við byrjuðum í Reykjafjarðarál, færðum okkur síðan á Halann og enduðum veiðiferðina í Nesdýpi. Mjög góð veiði var í þorski en róleg […]
Drangey SK2 landar á Sauðárkróki.

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 187 tonn, uppistaða aflans var þorskur. Drangey var meðal annars á veiðum í Strandagrunni og Reykjafjarðaál.
“Aflinn er nær eingöngu þorskur”

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var 208 tonn. Heimasíðan hafði samband við Andra Má Welding stýrimann. „Veiðiferðin að þessu sinni voru tveir sólarhringar, við byrjuðum á Strandagrunni og enduðum á Reykjafjarðaál. Veiðarnar gengu mjög vel og það var mokveiði allan tímann, aflinn er nær eingöngu þorskur. Veðrið hefur verið […]
“Það var mokveiði á öllum stöðum”

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 166 tonn. Heimasíðan hafði samband við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra „Við vorum fjóra sólarhringa á veiðum, byrjuðum í Þverál, færðum okkur svo yfir í Nesdýpi og enduðum veiðiferðina í Reykjafjarðarál. Það var mokveiði á öllum stöðum, uppistaða aflans var þorskur. Veðrið var heilt […]
Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði.

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 71 tonn, uppistaða aflans var þorskur, skarkoli og ýsa. Sigurborg var meðal annars á veiðum í Nesdýpi.
Farsæll SH30 landar í Grundarfirði.

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 64 tonn, uppistaða aflans var skarkoli, þorskur og ýsa. Farsæll var meðal annars á veiðum í Nesdýpi.