Hólmfríður tekur niður svuntuna

Hólmfríður Runólfsdóttir hefur ákveðið að taka niður svuntuna eftir farsæl 50 ár við fiskvinnslustörf.  Hún hóf störf hjá Skildi á Sauðárkróki árið 1975, en frá og með 1993 hefur hún starfað fyrir FISK Seafood.  Í tilefni að þessum tímamótum var boðið upp á köku og kaffi í matsal landvinnslunnar á Sauðárkróki þar sem henni var […]

“Komnir eru rúmlega 22 þúsund kassar”

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 876 tonn upp úr sjó, þar af um 171 tonn af þorski, 279 tonn af ufsa og 272 af gullkarfa. Aflaverðmæti eru um 230 milljónir.  Heimasíðan hafði samband við Guðjón Guðjónsson skipstjóra og Jónas Þorvaldsson bátsmann. „Við fórum út að kvöldi […]

„Á Straumnesbanka í góðri veiði“

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 119 tonn. Heimasíðan sló á þráðinn til Ágústs Ómarssonar skipstjóra. „Við vorum tæpa þrjá sólarhringa á veiðum á Vestfjarðarmiðum. Við enduðum á Straumnesbanka í góðri veiði, mest af þorsk. Veðrið hefur verið mestmegnis ágætt í túrnum. Áhöfnin óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra […]

Sigurborg SH12 landar í Grundarfirði.

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð er um 84 tonn, uppistaða aflans er þorskur, ýsa og skarkoli.  Sigurborg var meðal annars á veiðum í Nesdýpi.

“Veiðarnar hafa gengið ágætlega”

Farsæll SH30 er á leið í land í Grundarfirði eftir fimm daga veiðiferð.  Heildarmagn afla um borð er um 68 tonn og er uppistaða ufsi, skarkoli, þorskur og ýsa.  Rætt var við Stefán stýrimann „Við vorum á veiðum í nesdýpi og Vestur í kanti.  Veiðarnar hafa gengið ágætlega og blíðskapar veður var alla veiðiferðina“ segir […]

Málmey SK1 landar á Sauðárkróki.

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki með 150 tonn, uppistaða aflans var að mestu þorskur og ufsi.  Málmey var meðal annars á veiðum í Víkuráli og á Kantinum.

“Það var fín veiði”

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki með 111 tonn, uppistaða aflans er þorskur.  Drangey var að veiðum í rúma tvo sólarhringa á kantinum vestur af hala.  Það var fín veiði og veðrið var gott.

“Það var ágætis veiði í ufsa og þorski”

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki.  Heildarmagn afla um borð var um 209 tonn.  Þetta var viku veiðiferð, en fimm sólarhringar á veiðum meðal annars í Kögugrunni og Flugbrautinni.  Það var ágætis veiði í ufsa og þorski og blíðu veður var í túrnum.

Farsæll SH30 er á leið í land.

Farsæll SH30 er á leið í land í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð er um 74 tonn, uppistaða aflans er að mestu ufsi, þorskur og skarkoli.  Veiðiferðin tók fimm daga höfn í höfn, en Farsæll var fjóra daga á veiðum í Nesdýpi og út í Kant.  Veiðarnar gengu þokkalega, og veðrið var ágætt.     […]