Baldvin Hjaltason hefur lagt stígvélin á hilluna.

 Í Fréttir, Landvinnsla

Baldvin Hjaltason starfsmaður landvinnslu FISK Seafood hefur lagt stígvélin á hilluna.

Baldvin hefur starfað hjá landvinnslunni á Sauðárkróki frá árinu 2007 og þar á undan vann hann við almenna fiskvinnslu hjá Skagstrendingi á Skagaströnd þar sem hann er búsettur. Baldvin man tímana tvenna við verkamannastörf og hefur í gegnum tíðina unnið margs konar störf, hans fyrsta starf fyrir utan sveitastörf heima við, var að grafa skurði fyrir rafmagnslínu sem unglingur og svo uppskipun úr kola- salt- og áburðarskipum. Einnig vann hann við vegagerð þar sem hann teymdi hesta fyrir malarvögnum. Síðar vann hann við trésmíði og einnig rækju-, hörpudisks- og saltfiskvinnslu á Skagaströnd.

Haldið var kaffisamsæti að þessu tilefni í kaffistofu FISK og þar voru honum færðar þakkir fyrir vel unnin störf og einnig afmælisglaðningur þar sem hann verður 80 ára þann 7.ágúst nk.

Viljum við koma á framfæri þökkum frá stjórn og samstarfsfólki FISK fyrir farsæl og góð störf, við óskum honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur.

 

 

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter