Barðist upp með þolinmæðinni

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 199 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Ágúst Ómarsson skipstjóra og spurði um túrinn.

„Við vorum sex daga á veiðum, á Sléttugrunni og Grímseyjarsvæðinu. Hvað veiðina varðar, þá barðist þetta upp með þolinmæðinni og veðrið hefur verið ágætt,“ sagði Ágúst.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter