Vorum að eltast við ufsa

 Í Fréttir, Sigurborg SH 12

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 89 tonn og uppistaða aflans var ufsi. Heimasíðan hafði samband við Guðbjörn Jónsson stýrimann og spurði um veiðiferðina.

„Veiðiferðin var um fimm sólahringar höfn í höfn og tæpa fjóra sólahringa á veiðum. Við vorum á Selvogsbanka allan túrinn að eltast við ufsa, það var fínasta veiði og aflinn um 90 tonn. Veðrið var bara ágætt, sunnan 8-13 m/s allan túrinn,“ sagði Guðbjörn.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter