Drangey SK2 með fullfermi.

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki.  Heildarmagn afla um borð var um 220 tonn.  Uppistaða aflans var þorskur.  Heimasíðan sló á þráðinn til Bárðar Eyþórssonar skipstjóra.

„Við vorum að veiðum í fjóra sólarhringa, byrjuðum á Halanum fyrstu tvo dagana í rólegri veiði.  Færðum okkur yfir á Þverálinn þar var mjög góð veiði.  Veðrið í túrnum var gott“ segir Bárður.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey