„Ágætis þorskveiði“

 Í Fréttir, Málmey SK 1

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki.  Heildarmagn afla um borð var um 168 tonn, uppistaða aflans var þorskur.  Heimasíðan hafði samband við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra.

„Við vorum vestur á Kanti og á Halanum í ágætis þorskveiði, en í fremur rólegri ufsa veiði.  Veiðiferðin að þessu sinni var fimm sólarhringar og veðrið var gott allan túrinn“ segir Þórarinn.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter