„Fengum fyrstu haustbræluna“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 138 tonn, uppistaða aflans var þorskur og ýsa. Drangey  var meðal annars á veiðum á Þverálshorni og Halanum. Heimasíðan hafði samband við Ágúst Ómarsson skipstjóra og spurði nokkurra spurninga um túrinn.

„Við vorum fimm daga á veiðum og vorum á norðvesturmiðum og vestfjarðarmiðum. Veiðarnar gengu þokkalega en fengum fyrstu haustbræluna yfir okkur og snérist túrinn um það að miklu leyti,“ sagði Ágúst.

Einnig fengum við senda mynd frá skipverjum en hér má sjá Elvar Örn Snorrason og Ægir Örn Ægisson með einn vænann úr túrnum.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter