„Síðasta sólarhringinn var suðaustan kaldi“

 Í Farsæll SH 30, Fréttir

Farsæll SH30 er á leið til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 69 tonn og uppistaða aflans voru 16 tonn af karfa og 3 tonn af þorski.  Heimasíðan hafði samband við Stefán V. Ólafsson stýrimann og spurði út í túrinn.

„Í þessari veiðiferð vorum við um fjóra sólarhringa á veiðum vestur á Agötu. Þar var nokkuð jöfn veiði í steinbít og karfa. Blíðu veður var mest allan túrinn en síðasta sólarhringinn var suðaustan kaldi“, sagði Stefán.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter