„Fengum tvær hressilegar haustbrælur“

 Í Fréttir, Sigurborg SH 12

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 56 tonn og uppistaða aflans var meðal annars um 17 tonn af þorski, 13 tonn af ýsu og 11 tonn af ufsa. Heimasíðan hafði samband við Ómar Þorleifsson skipstjóra.

„Við vorum ca. fimm sólarhringa að veiðum. Við byrjuðum á grunnslóð úti fyrir Vestfjörðum, færðum okkur norður á Grunnhala í leit að ufsa, aftur á grunnslóð og enduðum á Látragrunni. Veiðar gengu frekar treglega. Við fengum á okkur tvær hressilegar haustbrælur, suðvestan storm og haugasjó,“ sagði Ómar.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter