Fín veiði og blíðu veður

 Í Farsæll SH 30, Fréttir

Farsæll SH30 er á leið til hafnar í Grundarfirði.  Heildarmagn afla um borð var um 59 tonn og uppistaða aflans voru þorskur og skarkoli. Heimasíðan hafði samband við Stefán Viðar Ólason stýrimann og spurði út í túrinn.

„Í þessari veiðiferð vorum við rúma þrjá sólarhringa á veiðum. Við byrjuðum í Breiðafirði í norðan roki fyrsta sólarhringinn og þar var róleg veiði. Fikruðum okkur norður á Vestfjarðarmið þegar það fór að lægja og þar var fín veiði og blíðu veður.

Áhöfn Farsæls sendir öllum kveðjur um gleðilega hátíð og farsældar á komandi ári,“ sagði Stefán Viðar

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey