„Fín veiði og mjög gott veður“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 170 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Bárð Eyþórsson skipstjóra og spurði um túrinn.

„Við vorum um þrjá sólarhringa að veiðum, vorum á Halanum, Þverálshorni og Reykjafjarðarál. Það var fín veiði og mjög gott veður. Áhöfnin sendir sínar bestu kveðjur og óskar öllum gleðilegan sjómannadag,“ sagði Bárður.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter