„Fínasta veður allan túrinn“

 Í Farsæll SH 30, Fréttir

Farsæll SH30 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla um borð var um 70 tonn og uppistaða hans meðal annars þorskur, ýsa og karfi. Heimasíðan hafði samband við Jóhann Garðarsson stýrimann.

„Við vorum fjóra daga á veiðum. Byrjuðum túrinn á Grunnslóðinni og var ágætis kropp þar af blönduðum afla og enduðum svo túrinn út á Látragrunni. Það var fínasta veður allan túrinn“ sagði Jóhann.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter