FISK Seafood hefur hlotið jafnlaunavottun.

 Í Fréttir

FISK Seafood hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012 staðli.
BSI á Íslandi gaf út staðfestinu á dögunum og í kjölfarið sendi Jafnréttisstofa fyrirtækinu leyfi til að nota merki vottunarinnar. Vottunin nær yfir allt starfsfólk FISK og staðfestir að fyrirtækið vinnur kerfisbundið gegn kynbundnum launamun og stuðlar að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. FISK Seafood er því komið í hóp yfir 150 annarra fyrirtækja og stofnana á Íslandi sem hlotið hafa vottunina.

Markmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest með lögum nr. 56/2017 sem fela í sér breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008

https://www.jafnretti.is/is/vinnumarkadur/jofn-laun-og-jafnir-moguleikar/hvad-er-jafnlaunavottun

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey