Framkvæmdir hafnar

 Í Fréttir

Um síðustu helgi hófust framkvæmdir við viðbyggingu við fiskvinnslu FISK Seafood við Eyrarveg 18 á Sauðárkróki. Til stendur að stækka hráefniskæli fyrirtækisins um 280 fm og stækka inngang og starfsmannaaðstöðu um 70 fm, samtals 350 fm. Verktaki er Friðrik Jónsson ehf. Það var verkfræðistofan Stoð ehf. sem sá um hönnun og teikningu á viðbyggingunni. Áætluð verklok eru í haust.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter