„Fundum vel fyrir stærstu skjálftunum“

 Í Arnar HU 1, Fréttir

Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Aflinn um borð samsvarar um 787 tonnum upp úr sjó, þar af um 279 tonnum af þorski, 149 tonnum af gullkarfa og 106 tonnum af djúpkarfa. Aflaverðmæti er um 245 milljónir. Heimasíðan hafði samband við Guðjón Guðjónsson skipstjóra og spurði hann út í túrinn.

„Við fórum út 30. janúar og vorum á veiðum frá Þverál að Jökuldýpi, fórum því umhverfis Ísland. Veiðarnar hafa ekki gengið of vel en það verður landað ca. 23.500 kössum. Veðrið var ágætt að mestu, vorum tvo daga í vari út af Helguvík og fundum vel fyrir stærstu skjálftunum,“ sagði Guðjón.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey