„Jöfn og góð veiði“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 203 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Andra Má Welding Hákonarson stýrimann og spurði um túrinn.

„Við vorum þrjá og hálfan sólarhring á veiðum og vorum á Hvalbakshallinu. Það var jöfn og góð veiði og blíðu veður allan túrinn,“ sagði Andri.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter