„Hafísinn gerði okkur erfitt fyrir“

 Í Drangey SK 2, Fréttir

Drangey SK2 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 108 tonn og uppistaða aflans var þorskur. Heimasíðan hafði samband við Ágúst Ómarsson skipstjóra og spurði um túrinn.

„Veiðiferðin tók sex daga. Við leituðum víða, fórum vestur Þverál, síðan Reykjafjarðarál, þaðan á Sléttugrunn og enduðum á Rifsbanka. Veiðarnar hafa verið rólegar, hafísinn gerði okkur erfitt fyrir á Vestfjarðamiðum. Veðrið hefur verið fínt þessa dagana,“ sagði Ágúst.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter