„Veiðin var frekar róleg í birtunni en skörp í myrkrinu“

 Í Fréttir, Sigurborg SH 12

Sigurborg SH12 kom til hafnar í Grundarfirði. Heildarmagn afla var um 75 tonn og uppistaða aflans var steinbítur. Heimasíðan hafði samband við Guðbjörn Jónsson stýrimann og spurði um veiðiferðina.

„Veiðiferðin var sex sólarhringa og á veiðum  í rúma fimm sólarhringa. Vorum alla veiðiferðina á vestfjarðamiðum, svona vítt um þau. Veiðin var frekar róleg í birtunni en skörp í myrkrinu, þá aðallega í steinbít sem gefur sig vel í myrkrinu. Sæmilegasta veður þennan túr og aflinn um 75 tonn,“ sagði Guðbjörn.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Drangey