Ingibjörg Axelsdóttir hefur lagt stígvélin á hilluna

 Í Fréttir, Landvinnsla

Ingibjörg Axelsdóttir starfsmaður landvinnslu FISK Seafood hefur lagt stígvélin á hilluna.

Inga hóf fyrst störf hjá fyrirtækinu 1976 og vann hjá því með hléum. Um tíma vann hún hjá Loðskinn hf. en hefur starfað hjá landvinnslu FISK sleitulaust frá árinu 1999 við ýmis störf og hefur átt farsælan starfsferil hjá fyrirtækinu. Inga segir að miklar breytingar hafi orðið í fiskvinnslu á hennar starfsferli og vinnustaðurinn sé allt annar en hann var þegar hún hóf fyrst störf. Nú segist hún njóta þess að ráða sínum tíma sjálf og iðkar t.d. sundleikfimi og jóga ásamt því að fara í gönguferðir.

Haldið var kaffisamsæti að þessu tilefni í kaffistofu landvinnslu og þar voru Ingu færðar þakkir fyrir vel unnin störf og óska samstarfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins henni alls hins besta.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter

Málmey