Magnús Sverrisson hefur lagt stígvélin á hilluna eftir farsælt starf

 Í Fréttir, Landvinnsla

Magnús Sverrisson  hefur hætt störfum hjá landvinnslu FISK Seafood.

Magnús hóf störf hjá landvinnslunni árið 2011 eftir 30 ára starf hjá Kjötafurðastöð KS. Hann vann einnig í Skagfirðingabúð og við bakaraiðn auk þess sem hann var á sínum tíma stofnandi að kjötvinnslunni Kjötval.

Hann var aðeins 11 ára gamall þegar hann hóf starfsferil sinn hjá Ísbirninum og er því með sanni hægt að segja að matvælaiðnaðurinn hafi verið hans starfsvettvangur.

Nú segist Maggi ætla að njóta meiri samveru  með fjölskyldunni og þau hjónin segja ekki útilokað að nú muni þau láta verða af því að prófa golfsettin sem þau eiga nú þegar.

Haldið var kaffisamsæti að þessu tilefni í kaffistofu FISK og viljum við koma á framfæri þökkum frá stjórn og samstarfsfólki FISK fyrir farsæl og góð störf. Við óskum honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur.

Meðfylgjandi er mynd af Magnúsi ásamt konu hans Ástu Pálínu Ragnarsdóttur.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter