Rólegar veiðar nema í karfanum

 Í Fréttir, Málmey SK 1

Málmey SK1 kom til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 136 tonn og uppistaða aflans var þorskur, karfi og ýsa. Heimasíðan hafði samband við Þórarinn Hlöðversson skipstjóra og spurði hann um túrinn.

„Veiðiferðin var ca fimm sólahringar. Við vorum á Hornbanka, Deildargrunni, Víkurál og Þverálshorni. Veiðarnar voru frekar rólegar nema í karfanum, þar var mok. Það var blíðu veður allan túrinn,“ sagði Þórarinn.

Skrifaðu hér fyrir neðan og smelltu á Enter